Einstakt aðgengi
Leiðir sem fáir þekkja, kortlagðar af fararstjórum með áratuga reynslu.
Ferð fyrir eigendur buggy-bíla og fjórhjóla. Nýttu tækið þitt til fulls!
Gisting, matur og fararstjórn með skemmtun og öryggi í fremsta flokki.
Ferðin verður frá 12. til 14. september þar sem farið verður um Gæsavatnaleið og á marga aðra áhugaverða staði.
Tryggðu þér pláss
Leiðir sem fáir þekkja, kortlagðar af fararstjórum með áratuga reynslu.
Við leiðbeinum með búnað, öryggið og styðjum þig allan tímann.
Ferð sem sameinar reynslu, náttúru og frábæran félagsskap.
Nú er tækifærið til þess að nýta það til fulls.
Við leggjum af stað frá Hrauneyjum og ökum Gæsavatnaleið yfir hinar ævintýralegu flæður hálendisins. Innifalið er tveggja nátta gisting í fjallaskálum, kvöldmatur bæði kvöldin og skemmtun þar sem við njótum kyrrðarinnar og samveru í óviðjafnanlegu umhverfi.
Kynningar og upplýsingafundur verður haldinn 9. september, þar sem farið verður yfir alla praktíska hluti og spurningum þátttakenda svarað.
Ferðin er leidd af reyndum fararstjórum með áratuga reynslu af fjallaferðum, akstursíþróttum og viðburðahaldi. Við tryggjum þér örugga og eftirminnilega upplifun.
Fylltu út – við sendum nánari upplýsingar og staðfestingu.